Niðurstaða sem beðið hefur verið 22. apríl 2005 00:01 "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
"Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úrskurðaði í gær að þeir portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúkastíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir íslensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleiðingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreiddar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og skattstjóra um hvar viðkomandi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að tvísköttunarsamningur milli Portúgal og Íslands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um staðgreiðslu skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skattalögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niðurstaða Yfirskattanefndar tímamót. "Yfirskattanefnd er þarna sammála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heildarlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands." Þorbjörn telur víst að Impregilo áfrýji málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úrskurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi bent á lengi að þarna væri pottur brotinn. "Aðalatriðið er að niðurstaðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega fordæmisáhrif gagnvart öðrum fyrirtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnarleigum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira