Ekki staðist fyrir Hæstarétti 23. apríl 2005 00:01 Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira