Detroit 1- Philadelphia 0 24. apríl 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira