Chicago 1 - Washington 0 25. apríl 2005 00:01 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum). NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum).
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti