Dallas 0 - Houston 2 26. apríl 2005 00:01 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira