Miami 2 - New Jersey 0 27. apríl 2005 00:01 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Sjá meira
Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Sjá meira