Miami 2 - New Jersey 0 27. apríl 2005 00:01 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig. NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig.
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira