Erlent

60 taldir af eftir lestarslys

Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast. Sjónarvottar lýsa skelfilegum aðstæðum: rútan dróst um þrjú hundruð metra með lestinni og farangur, föt og líkamsbútar voru á víð og dreif á vettvangi. Að sögn vitna hafði bílstjóri rútunnar að engu viðvaranir um að lestin væri að nálgast og reyndi að komast yfir teinana með fyrrgreindum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×