Erlent

Enn finnast lík í brakinu

Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað. Rannsakendur á slysstað hafa nú staðfest að lestin hafi verið á allt of mikilli ferð þegar hún fór út af sporinu. Talið er að allt að tíu manns séu enn inni í fremsta vagni lestarinnar og er óttast að enginn þeirra sé á lífi. Þar sem vagninn hreinlega þjappaðist saman hefur enn sem komið er reynst ógjörningur að komast inn í hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×