Erlent

Ópið ónýtt?

Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd. Verkunum var stolið í fyrrahaust og er talið að sömu menn hafi verið að verki og stóðu á bak við Stavangursránið. Blaðið segist hafa heimildir frá lögreglunni fyrir því að þjófarnir hafi brennt verkin til þess að ekki væri hægt að sanna á þá þjófnaðinn. Yfirmaður rannsóknarinnar á stuldinum sagðist hins vegar í samtali við norska ríkisútvarpið ekkert vita um málið og benti á að lögreglan fengi Dagbladet sjaldan til að birta fréttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×