Erlent

Berlsconi fær stuðning þingsins

Efri deild ítalska þingsins studdi í atkvæðagreiðslu nýja ríkisstjórn Silvio Berlusconi forsætisráðherra í gær en deginum áður hafði neðri deildin lagt blessun sína yfir hana. Þar með ætti leiðin að vera greið fyrir Berlusconi til að stýra landinu að minnsta kosti fram að næstu kosningum, sumarið 2006. Í samtali við blaðamenn lét Berlusconi einnig að því liggja að hann teldi skýringar Bandaríkjamanna um tildrög skotárásarinnar á ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari í Írak í síðasta mánuði ekki fullnægjandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×