Erlent

Varpað í ljónskjaft

Hvítur suður-afrískur bóndi og undirmaður hans voru í gær fundnir sekir um að hafa myrt þeldökkan vinnumann. Morðingjarnir skáru fyrst fórnarlamb sitt með sveðjum, bundu það og kefluðu og óku með það á dýraverndarsvæði. Þar fleygðu þeir manninum ofan í ljónagryfju þar sem hann var étinn upp til agna, aðeins fundust nokkur bein af honum. Vitnaleiðslur í málinu snerust að mestu leyti um hvort bóndinn hefði tekið þátt í ódæðinu og hvort fórnarlambið hefði verið lifandi þegar því var varpað fyrir ljónin. Dómarinn taldi að svo hefði verið. Dómur verður kveðinn upp eftir nokkra daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×