Erlent

NATO lítur til Afríku

Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögulega aðstoð við hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO. Ekki er þó talið líklegt að hermenn aðildarríkja NATO verði sendir á vettvang heldur verður einungis um aðstoð við skipulag á liðsflutningum og aðdráttum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NATO tekur þátt í aðgerðum í Afríku. 2.300 friðargæsluliðar frá 53 Afríkuríkjum eru í Darfur en sá fjöldi verður í það minnsta tvöfaldaður á næstu misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×