Erlent

Lien og Hu funda

Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. Tilgangur fundarins er þó ekki eingöngu að bæta samskipti landanna tveggja heldur hafa báðir áhuga á að einangra Chen Shui-bian, forseta Taívan. Hann er hlynntur formlegu sjálfstæði eyjarinnar en slíkt er eitur í beinum kínverskra ráðamanna. Lien vill hins vegar sameinast Kína á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×