Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Allar sprengjurnar fjórar sprungu á fimmtán mínútna tímabili. Fyrsta sprengjan sprakk nærri orkuveri í suðurhluta höfuðborgarinnar þegar lögreglubíll keyrði þar fram hjá. Skömmu síðar sprakk sprengja við herstöð í miðborg Bagdad. Núna í morgunsárið sprungu svo tvær sprengjur til viðbótar í höfuðborginni, önnur fyrir utan veitingastað þar sem hópur lögreglumanna hafði safnast saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×