Erlent

Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga

Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni. Honum hafi ekki litist á að félagar hans í bandaríska hernum myndu drepa múslíma. Fimm hermenn bíða nú eftir að verða teknir af lífi í Bandaríkjunum, en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1961.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×