Erlent

Vilja 7 milljarða bætur fyrir verk

Borgaryfirvöld í Osló hyggjast fara fram á 700 milljónir norskra króna, andvirði sjö milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin Ópið og Madonnu eftir Edvard Munch, sem stolið var af Munch-safninu í ágúst í fyrra. Málverkin hafa ekki enn fundist en þrír menn sitja í gæsluvarðahaldi vegna gruns um aðild að ráninu. Saksóknari í Osló hefur sagt að sá eða þeir sem verði dæmdir fyrir ránið verði krafðir um upphæðina, en lögregla er þó vongóð um að finna málverkin aftur. Þrátt fyrir að þau komi í leitirnar getur Osló-borg krafist bóta, en þær verða háðar því hvort og þá hversu mikið verkin eru skemmd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×