Erlent

Pútín býður Palestínumönnum aðstoð

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauð í dag Palestínumönnum aðstoð við uppbyggingu í landinu, en hann er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði m.a. með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Pútín sagðist einnig styðja umbætur Abbas á öryggissveitum Palestínu og sagði Rússa tilbúna að þjálfa palestínskar öryggissveitir og selja Palestínumönnum þyrlur og samskiptatæki. Pútín heimsótti Ísrael í gær fyrstur rússneskra leiðtoga og hefur lýst yfir vilja til að halda ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum í Moskvu. Hefur Abbas tekið vel í þá hugmynd en Bandaríkjamenn og Ísraelar eru ekki jafnhrifnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×