Erlent

Fleiri látnir í tilræðum í Bagdad

Tala látinna í bílsprengjutilræðunum í Bagdad í morgun heldur áfram að hækka. Nú eru að minnsta kosti 27 látnir og rúmlega 100 sárir eftir hrinu sprenginga sem beindust gegn írökskum her- og lögreglumönnum í og við höfuðborgina. Enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér en í ávarpi sem birt var á Netinu í dag hvatti al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi múslíma til að herða árásirnar á bandarískar hersveitir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×