Erlent

Landnemar tókust á við lögreglu

Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og landnema á Vesturbakkanum í dag þegar hermennirnir reyndu að handtaka landnemana fyrir að grýta palestínskan vörubíl. Ísraelskur hermaður særðist lítillega í átökunum en alls voru sjö landnemar handteknir. Spenna hefur magnast milli hermanna og gyðinga í sumum landnemabyggðum vegna þeirra áætlana Ísraela að loka öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni og fjórum af 120 á Vesturbakkanum. Andstæðinga brottflutningsins hafa fært sig upp á skaftið að undanförnu með ýmiss konar mótmælum en átök við lögreglu eða her eru fátíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×