Erlent

Lengstu neðansjávargöng í heimi

Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kílómetra löng. Kostnaður er áætlaður um 60 milljarðar íslenskra króna. Þetta sýnir að Færeyingar eru ekki af baki dottnir í jarðgangagerð þótt kostnaðarsamar framkvæmdir á því sviði hafi næstum riðið fjárhag eyjanna að fullu fyrir rúmum áratug. Ef þessi göng verða að veruleika er gert ráð fyrir að innheimtur verði vegtollur af vegfarendum en hann dugir þó skammt upp í kostnað því umferð er ekki mikil á þessum slóðum. Lengstu neðansjávargöng fyrir umferð í dag eru í Japan og eru 9,6 kílómetra löng en lengstu göng á Norðurlöndunum eru í Noregi og eru átta kílómetra löng. Jarðgöng til Vestmannaeyja myndu slá öll met á þessu sviði en reiknað er með að þau verði 18 til 20 kílómetra löng og kostnaðurinn 16 til 30 milljarðar eftir því hver reiknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×