Innlent

Hótel Borg verður Keahótel

Hótel Borg er orðið sjötta hótelið í keðju Keahótela ehf. sem hefur undirritað leigusamning við Hótel Borg ehf. um rekstur hótelsins til fimmtán ára. Nýir rekstraraðilar ætla að breyta efstu hæð hússins með það fyrir augum að bæta við fimm svítum. Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist í haust og verður þannig að þeim staðið að viðskiptavinir sem og aðrir sem leið eiga um Austurvöll verði sem minnst varir við þær, segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki í mars á næsta ári og að þær kosti um 300 milljónir króna. Að sögn Páls mun útlit hótelsins þó breytast afar lítið en þakinu verður aðeins lyft og halli þess minnkaður og þannig fæst þetta aukarými sem nýju svíturnar fimm þurfa. Einnig er í athugun að stækka hótelið inn á baklóðina. Eigendur veitingastaðarins Einars Ben hafa gengið til samstarfs við rekstraraðilana og munu sjá um veitingarnar á hótelinu. Nýráðinn hótelstjóri er Ólafur Þorgeirsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×