Erlent

Þing greiði atkvæði um stríðsaðild

Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð. Sem stendur er forsætisráðherra á hverjum tíma heimilt að beita konunglegum forréttindum til þess að taka ákvörðun þessa efnis einn og sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×