Erlent

Einn lést í sprengingu í Kaíró

Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri Þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. Nokkrar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Egyptalandi að undanförnu og til að mynda drap sjálfsmorðsárásarmaður þrjá ferðamenn á markaði í Kaíró fyrr í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×