Erlent

Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár

3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu. Utanríkisráðuneyti Rúmeníu segir að flóðin megi að hluta til rekja til þess að 300 ára gamlar stílfur í ánni Timis hafi gefið sig, en flóðin eru nú í rénun og þá er spáð þurru veðri næstu vikuna þannig að fólk getur fljótlega snúið til síns heima, að sögn yfirvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×