Erlent

Íranar fá upplýsingar

Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. Der Spiegel segir að fyrirtækið sé grunað um að hafa allt frá 2002 selt Írönum tækni til að byggja eldflaugar. Focus segir að fyrirtækið heiti Tira, og að sendingar þess til Íran hafi verið stöðvaðar af vinveittum njósnurum í Dubai síðla árs 2004. Bæði tímaritin segja að tæknin sem seld var hafi verið notuð til að byggja upp meðaldrægar eldflaugar sem geti borið kjarnavopn. Ísrael og ýmsar herstöðvar Bandaríkjanna eru innan þess svæðis sem eldflaugarnar ná til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×