Sport

Real sigraði Sociedad

Real Madrid sigraði Real Sociedad 2-0 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld, en Ronaldo skoraði bæði mörk Madrídinga. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með 72 stig, þremur stigum á eftir Barcelona sem mæti Albacete í dag og getur aukið forskot sitt í deildinni í sex stig með sigri. Leikurinn verðu sýndur beint á Sýn kl. 16.50. Þá tapaði Valencia dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði jafntefli við Numancia, 1-1. Sömu úrslit urðu í leik Atletico Madrid og Athletic Bilbao.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×