Dallas 2 - Houston 2 1. maí 2005 00:01 Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig. NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig.
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn