Dallas 2 - Houston 2 1. maí 2005 00:01 Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira