Hvernig Ratzinger komst í páfastól 3. maí 2005 00:01 Það var ekkert smáræði sem við hér á Talstöðinni fjölluðum um kjör á nýjum páfa um daginn og þá ekki síst ég sjálfur. Og reyndust flestir spádómar út í loftið, því bara því einu þóttist ég geta slegið föstu: að Joseph Ratzinger kardínáli og yfirmaður Rannsóknarréttarins yrði ekki næsti páfi. Hann væri alltof afturhaldssamur og þótt kardínálasamkundan væri vissulega samansafn af gömlum íhaldskurfum jafnt í félagslegum sem guðfræðilegum efnum – og þótt þeir litu vissulega voðalega margir á Ratzinger sem sinn andlega leiðtoga – þá myndu þeir ekki treysta sér til þess að kjósa hann á stól Péturs postula – þar sem geð til sátta og samheldni hlyti að vega þyngra en einstrengingsleg stefnufestan – en sú hefur verið bæði ær og kýr Ratzingers áratugum saman. Það mundi einfaldlega aldrei koma til mála að kjósa á páfastól mann sem með réttu eða röngu – og þó því miður aðallega réttu – hefur gengið undir nafninu Rottweiler-hundur Guðs. Kardínálarnir hlytu að velja íhaldsemi sinni einhverja mildari ásjónu – eða taka þann pól í hæðina að verðlauna annaðhvort fólk í Rómönsku Ameríku eða Afríku fyrir tryggð þeirra við kaþólsku kirkjuna með því að kjósa páfa þaðan í fyrsta sinn í sögunni. Harðneskjulegur 78 ára gamall Bæjari sem alið hefði allan sinn aldur ýmist í skólastofum eða innan veggja Páfagarðs í Róm, hann væri einfaldlega einum of mikið af því góða. Þetta var að minnsta kosti mín ályktun – og reyndar flestra sérfræðinga annarra líka – hvað sem leið spádómum og veðmálum þar sem Joseph Ratzinger var alltaf nefndur um það bil oftast. Það héldum við, sem töldum okkur orðna svona voðalega sérfræðinga í málum Vatíkansins, að væri fyrst og fremst merki um að hann væri einna þekktastur kardínálanna. En svo kom upp úr dúrnum að Ratzinger varð nú fyrir valinu samt og tók sér nafnið Benedikt sextándi. Hvernig gerðist þetta? Því hafa fjölmiðlar velt mjög fyrir sér. Upphafið á sigri Ratzingers hefur verið rakið allt aftur til október ársins 2003 en þá var Jóhannes Páll páfi veikur, eins og oftar, og jafnvel búist við því að hann væri á leið til Guðs. Þá upphófu ítalskir fjölmiðlar mikil blaðaskrif um það hver væri líklegastur til að taka við af honum og töldu flestir að möguleikar Dionigis Tettamanzi, hins nýja erkibiskups í Mílanó væru einna mestir. Á Joseph Ratzinger var þá alls ekki minnst. Hann var talinn orðinn of gamall, of íhaldsamur, of einstrengingslegur. Tettamanzi er íhaldsmaður eins og flestallir kardínálarnir en hefur samt á sér töluvert frjálslyndara yfirbragð en Ratzinger. En Jóhannes Páll hjarnaði við í það sinn og málið komst af dagskrá fjölmiðlanna í það sinn. En inní Páfagarði virðist hið þveröfuga hafa gerst og einkum í hópi hinna íhaldsömu – þar virðist málið þarmeð hafa komist á dagskrá fyrir alvöru – að Jóhannes Páll væri ekki eilífur og tímabært að huga í alvöru að arftaka hans. Og sú íhaldsama klíka sem Wojtyla hafði safnað kringum sig og rak skriffinnskubáknið í Vatíkaninu, hún laut að meira eða minna leyti stjórn Ratzingers og það er eins og honum hafi brugðið við að nafn hans skyldi aldrei vera nefnt sem arftaka Jóhannesar Páls. Og hófst handa um það sem verður ekki með góðu móti kallað annað en harðsvíruð kosningabarátta. Jóhannes Páll skipaði í þessum sama mánuði 29 nýja kardínála og þar af voru 26 bersýnilega á þeim aldri að næsta víst mætti telja að þeir yrðu í hópi þeirra sem kjósa myndu arftaka hans. Og allir eða nær allir voru þessir kardínálar erki-íhald í móti Ratzingers. Greinilegt er – sérstaklega eftir á – að Jóhannes Páll var með þessu að undirbúa kjörið um arftaka sinn og hugðist hafa áhrif á það með þessum hætti – leynt eða ljóst. Jóhannes Páll hafði líka breytt reglum um páfakjörið þannig að ef enginn kardínáli hefði hlotið tilskilinn meirihluta – tvo þriðju – eftir 30 atkvæðagreiðslur, þá skyldi einfaldur meirihluti ráða. Þessi ákvörðun virtist í fljótu bragði ósköp eðlileg leið til þess að láta páfakjör ekki dragast óeðlilega mikið á langinn, en núna – líka eftir á, það er svo auðvelt að vera vitur eftir á – núna sjá menn í hendi sér að þetta var að líkindum bara býsna djúpt plott hjá Karol Wojtyla til þess að auðvelda ströngum afturhaldsmanni á borð við Ratzinger leiðina á páfastól. Lítum á hvernig það virkar. Jóhannes Páll veit að þegar hann deyr munu upphefjast raddir um að kaþólska kirkjan þurfi að þoka sér aðeins til baka frá þeim strangtrúnaði sem hann hefur ýtt undir alla sína tíð. En hann lítur svo á að slíkt sé í mótsögn við vilja Guðs og gerir hvaðeina sem hann getur til að sporna gegn því – jafnvel eftir að hann sjálfur fari á fund Péturs og þeirra félaga allra. Hann fyllir kardínálabekkinn af íhaldssömum skoðanabræðrum og skjólstæðingum sínum, en veit að þessar raddir munu samt vakna – það sé óhjákvæmilegt. Hann treystir því að meirihluti kardínálanna munu ekki hlaupa eftir neinum tískustraumum eins og þeim að leyfa getnaðarvarnir eða viðurkenna að samkynhneigðir geti verið gott og syndlaust fólk – en verður arftaki hans maður með nóg bein í nefinu til að standa gegn slíku guðlasti til lengdar? Hann veit að ef einhver af þeim allra ströngustu – segjum bara Ratzinger – ef hann til dæmis býður sig fram – svo við tölum enga tæpitungu, þótt í orði kveðnu, þá bjóði sig enginn fram – en ef einhver harðlínumaður á borð við Ratzinger býður sig fram, þá er líklegt að hann fái strax í byrjun meirihluta atkvæða en langt frá því öruggt að hann fái tvo þriðju. Því þótt Jóhannes Páll hafi útnefnt alla þessa íhaldsömu menn til kardínála, þá er þó einn og einn tiltölulega frjálsyndur innan um – orðið “frjálslyndur” auðvitað notað hér í mjög afstæðri merkíngu - og nokkrir munu líka hlaupast undan merkjum þegar þeim verður núið um nasir að þeir fylgist ekki með tímanum – og séu í raun að hverfa aftur til svartrar forneskju ef maður á borð við Ratzinger verður valinn. Og þessir frjálslyndu munu hafa nægjanlegt atkvæðamagn til að stöðva harðasta harðlínumanninn með því að hann nái aldrei tveimur þriðju hlutum atkvæða. Svona aðstæður hafa oft komið upp við páfakjör – atkvæði hafa skipst milli íhaldsamra og frjálslyndra – oftast hafa þeir íhaldsömu haft vinninginn enda er kirkjan í eðli sínu afar íhaldsöm stofnun – en þeir hafa ekki ævinlega haft styrk til að koma sínum harðasta leiðtoga alla leið í páfastól. Málin hafa yfirleitt verið leyst með öðru af tveimur ráðum – annaðhvort hefur verið valinn einhver tiltölulega meinlaus miðjumaður sem allir geta sætt sig við – gjarnan maður sem ekki hefur mikið látið að sér kveða í togstreitu kirkjuleiðtoga – og það nægir í þessu sambandi að minna á kjör Albinos Lucianis árið 1978 – hann var slíkur málamiðlunarkandídat – en lifði reyndar ekki lengi – þetta var sá frægi Jóhannes Páll páfi fyrsti sem sat bara 33 daga á páfastól en þá dó hann. Hitt ráðið hefur verið að velja einhvern gamlan kardínála sem enginn reiknar með að lifi mjög vel og muni þess vegna ekki vinnast tími til að gera neitt sérstakt sem valdið gæti úlfúð hjá annarri hvorri fylkingunni innan kirkjunnar, þeirri frjálslyndu eða þeirri íhaldsömu. Þetta gerðist árið 1958 þegar hinn 77 ára gamli Angelo Guiseppe Roncalli var kjörinn páfi – og hann lifði að vísu ekki nema fimm ár á páfastóli – en vannst þó tími til að koma öllu í uppnám með því að boða til hins svonefnda Annars Vatíkanþings þar sem mjög var leitast við að færa kirkju til nútímans – þess nútíma sem þá var – og harðlínumenn urðu stjörnuvitlausir og hafa eiginlega síðan eytt mestallri orku sinni í að bæla niður að nýju þær frjálslyndisöldur sem Annað Vatíkanþingið vakti – Angelo Guiseppe Roncalli var að sjálfsögðu Jóhannes páfi tuttugasti og þriðji. En hinar nýju reglur Jóhannesar Páls annars – um að eftir 30 atkvæðagreiðslur skyldi skilyrðið um tvo þriðju atkvæða lagt á hilluna og eftir það réði einfaldur meirihluti – þær virðast semsagt (eftir á að hyggja) hafa verið sérsniðnar fyrir íhaldsmenn. Þótt þeirra kandídat – og þeirra leiðtogi Joseph Ratzinger – hefði undir venjulegum kringumstæðum varla von til þess að fá tvo þriðju hluta atkvæða – Rottweiler-hundur Guðs, ég meina það! – þá hafði hann tryggan einfaldan meirihluta, eftir að hafa unnið sleitulaust að framboði sínu allar götur síðan í október 2003, þegar hann virðist hafa hrokkið upp við vondan draum, að enginn skyldi telja hann koma til greina á páfastól. Og núna, með þessum nýju reglum, þá gátu íhaldsmenn gengið að því vísu að bara með því að þreyja þorrann nógu lengi – bíða rólegir og greiða sínum manni ætíð atkvæði í 30 skipti eins og ekkert væri – þá færi svo á endanum að einfaldur meirihluti réði – og þá væri leið Ratzingers á páfastól greið. Enda virðist einmitt þetta hafa gerst: Ratzinger hafði unnið vel og tryggilega að því að tryggja sér stuðning hinna íhaldsömu kardínála – eflaust hefur hann gaukað vænlegum kandídötum til kardínálatignar að sínum gamla vini Jóhannesi Páli öðrum – og þegar til fyrstu atkvæðagreiðslu kom var ljóst að hann hafði langmestan stuðning. Meint framboð Tettamanzis varð að engu þegar hann fékk ekki nema tvö atkvæði. Martini, fyrrum erkibiskup í Mílanó, fékk slatta af atkvæðum en alls ekki nægilega mörg til að vera verulega hættulegur keppinautur fyrir Ratzinger. Enda bjuggust hvorki hann né aðrir við því að hann yrði páfi – hann þjáist af Parkisonsveiki, kann best við sig inni á bókasöfnum að grúska í fornum kristnum fræðum, og er lítt vænlegur páfi jafnvel í eigin augum – enda hafði Martini aðeins hugsað sér að halda sjó nógu lengi til að Ratzinger drægi sig í hlé og lýsti yfir stuðningi við annan og mildari málamiðlunarkandídat. En hvorki Martini né aðrir frjálslyndir kardínálar höfðu áttað sig á því af hverju Ratzinger hefur verið kallaður Rottweiler og hvert er helsta einkenni Rottweiler-hunda; þeir gefast aldrei upp. Það hvarflaði ekki að Ratzinger að draga sig í hlé – það var alveg ljóst – og sennilega hafa stuðningsmenn gert hinum frjálslyndu skiljanlegt að ef þeir síðarnefndu vildu ekki sætta sig við Ratzinger, þá myndu þeir bara þurfa að þreyja 30 atkvæðagreiðslur, þangað til einfaldur meirihluti dygði.. Martini dró sig því í hlé strax eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna og hinir frjálslyndu reyndu að fylka sér bak við Argentínumanninn Jorge Bergoglio – en Ratzinger hélt sínu striki og var kominn með 60 atkvæði – en þurfti 77 til að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða. Þessar tölur eru komnar úr bandaríska fréttatímaritinu TIME sem virðist hafa allra fjölmiðla bestar heimildir um atkvæðagreiðslurnar í kardínálasamundunni. Í þriðju atkvæðagreiðslunni jókst fylgi Ratzingers enn og þá gáfust þeir frjálsyndu upp einfaldlega upp – þeir höfðu gersamlega vanrækt allan undirbúning sinn – höfðu engan kandídat upp á að bjóða og Ratzinger sópaði saman 95 atkvæðum. Og náði markmiði sínu – var orðinn páfi kaþólsku kirkjunnar. Og langi nú einhvern að trúa því að Ratzinger segi satt þegar hann fabúlerar um að hann hafi svo sannarlega ekki langað til eða ætlað sér að verða páfi, þá verða þeir að sætta sig við að hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Ratzinger laug eins og hann er langur til. Því fyrir fáeinum árum – þá sagði Ratzinger kunningja sínum í trúnaði að hann byggist fastlega við að verða páfi þegar Jóhannes Páll hyrfi til Guðs. Og spænska sjónvarpið sýndi á dögunum póstkort sem Joseph Ratzinger sendi fyrir tveimur árum spænskum vini sínum. Undirskriftin var ekki Joseph Ratzinger – heldur Benedikt sextándi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andlát Jóhannesar Páls II páfa Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekkert smáræði sem við hér á Talstöðinni fjölluðum um kjör á nýjum páfa um daginn og þá ekki síst ég sjálfur. Og reyndust flestir spádómar út í loftið, því bara því einu þóttist ég geta slegið föstu: að Joseph Ratzinger kardínáli og yfirmaður Rannsóknarréttarins yrði ekki næsti páfi. Hann væri alltof afturhaldssamur og þótt kardínálasamkundan væri vissulega samansafn af gömlum íhaldskurfum jafnt í félagslegum sem guðfræðilegum efnum – og þótt þeir litu vissulega voðalega margir á Ratzinger sem sinn andlega leiðtoga – þá myndu þeir ekki treysta sér til þess að kjósa hann á stól Péturs postula – þar sem geð til sátta og samheldni hlyti að vega þyngra en einstrengingsleg stefnufestan – en sú hefur verið bæði ær og kýr Ratzingers áratugum saman. Það mundi einfaldlega aldrei koma til mála að kjósa á páfastól mann sem með réttu eða röngu – og þó því miður aðallega réttu – hefur gengið undir nafninu Rottweiler-hundur Guðs. Kardínálarnir hlytu að velja íhaldsemi sinni einhverja mildari ásjónu – eða taka þann pól í hæðina að verðlauna annaðhvort fólk í Rómönsku Ameríku eða Afríku fyrir tryggð þeirra við kaþólsku kirkjuna með því að kjósa páfa þaðan í fyrsta sinn í sögunni. Harðneskjulegur 78 ára gamall Bæjari sem alið hefði allan sinn aldur ýmist í skólastofum eða innan veggja Páfagarðs í Róm, hann væri einfaldlega einum of mikið af því góða. Þetta var að minnsta kosti mín ályktun – og reyndar flestra sérfræðinga annarra líka – hvað sem leið spádómum og veðmálum þar sem Joseph Ratzinger var alltaf nefndur um það bil oftast. Það héldum við, sem töldum okkur orðna svona voðalega sérfræðinga í málum Vatíkansins, að væri fyrst og fremst merki um að hann væri einna þekktastur kardínálanna. En svo kom upp úr dúrnum að Ratzinger varð nú fyrir valinu samt og tók sér nafnið Benedikt sextándi. Hvernig gerðist þetta? Því hafa fjölmiðlar velt mjög fyrir sér. Upphafið á sigri Ratzingers hefur verið rakið allt aftur til október ársins 2003 en þá var Jóhannes Páll páfi veikur, eins og oftar, og jafnvel búist við því að hann væri á leið til Guðs. Þá upphófu ítalskir fjölmiðlar mikil blaðaskrif um það hver væri líklegastur til að taka við af honum og töldu flestir að möguleikar Dionigis Tettamanzi, hins nýja erkibiskups í Mílanó væru einna mestir. Á Joseph Ratzinger var þá alls ekki minnst. Hann var talinn orðinn of gamall, of íhaldsamur, of einstrengingslegur. Tettamanzi er íhaldsmaður eins og flestallir kardínálarnir en hefur samt á sér töluvert frjálslyndara yfirbragð en Ratzinger. En Jóhannes Páll hjarnaði við í það sinn og málið komst af dagskrá fjölmiðlanna í það sinn. En inní Páfagarði virðist hið þveröfuga hafa gerst og einkum í hópi hinna íhaldsömu – þar virðist málið þarmeð hafa komist á dagskrá fyrir alvöru – að Jóhannes Páll væri ekki eilífur og tímabært að huga í alvöru að arftaka hans. Og sú íhaldsama klíka sem Wojtyla hafði safnað kringum sig og rak skriffinnskubáknið í Vatíkaninu, hún laut að meira eða minna leyti stjórn Ratzingers og það er eins og honum hafi brugðið við að nafn hans skyldi aldrei vera nefnt sem arftaka Jóhannesar Páls. Og hófst handa um það sem verður ekki með góðu móti kallað annað en harðsvíruð kosningabarátta. Jóhannes Páll skipaði í þessum sama mánuði 29 nýja kardínála og þar af voru 26 bersýnilega á þeim aldri að næsta víst mætti telja að þeir yrðu í hópi þeirra sem kjósa myndu arftaka hans. Og allir eða nær allir voru þessir kardínálar erki-íhald í móti Ratzingers. Greinilegt er – sérstaklega eftir á – að Jóhannes Páll var með þessu að undirbúa kjörið um arftaka sinn og hugðist hafa áhrif á það með þessum hætti – leynt eða ljóst. Jóhannes Páll hafði líka breytt reglum um páfakjörið þannig að ef enginn kardínáli hefði hlotið tilskilinn meirihluta – tvo þriðju – eftir 30 atkvæðagreiðslur, þá skyldi einfaldur meirihluti ráða. Þessi ákvörðun virtist í fljótu bragði ósköp eðlileg leið til þess að láta páfakjör ekki dragast óeðlilega mikið á langinn, en núna – líka eftir á, það er svo auðvelt að vera vitur eftir á – núna sjá menn í hendi sér að þetta var að líkindum bara býsna djúpt plott hjá Karol Wojtyla til þess að auðvelda ströngum afturhaldsmanni á borð við Ratzinger leiðina á páfastól. Lítum á hvernig það virkar. Jóhannes Páll veit að þegar hann deyr munu upphefjast raddir um að kaþólska kirkjan þurfi að þoka sér aðeins til baka frá þeim strangtrúnaði sem hann hefur ýtt undir alla sína tíð. En hann lítur svo á að slíkt sé í mótsögn við vilja Guðs og gerir hvaðeina sem hann getur til að sporna gegn því – jafnvel eftir að hann sjálfur fari á fund Péturs og þeirra félaga allra. Hann fyllir kardínálabekkinn af íhaldssömum skoðanabræðrum og skjólstæðingum sínum, en veit að þessar raddir munu samt vakna – það sé óhjákvæmilegt. Hann treystir því að meirihluti kardínálanna munu ekki hlaupa eftir neinum tískustraumum eins og þeim að leyfa getnaðarvarnir eða viðurkenna að samkynhneigðir geti verið gott og syndlaust fólk – en verður arftaki hans maður með nóg bein í nefinu til að standa gegn slíku guðlasti til lengdar? Hann veit að ef einhver af þeim allra ströngustu – segjum bara Ratzinger – ef hann til dæmis býður sig fram – svo við tölum enga tæpitungu, þótt í orði kveðnu, þá bjóði sig enginn fram – en ef einhver harðlínumaður á borð við Ratzinger býður sig fram, þá er líklegt að hann fái strax í byrjun meirihluta atkvæða en langt frá því öruggt að hann fái tvo þriðju. Því þótt Jóhannes Páll hafi útnefnt alla þessa íhaldsömu menn til kardínála, þá er þó einn og einn tiltölulega frjálsyndur innan um – orðið “frjálslyndur” auðvitað notað hér í mjög afstæðri merkíngu - og nokkrir munu líka hlaupast undan merkjum þegar þeim verður núið um nasir að þeir fylgist ekki með tímanum – og séu í raun að hverfa aftur til svartrar forneskju ef maður á borð við Ratzinger verður valinn. Og þessir frjálslyndu munu hafa nægjanlegt atkvæðamagn til að stöðva harðasta harðlínumanninn með því að hann nái aldrei tveimur þriðju hlutum atkvæða. Svona aðstæður hafa oft komið upp við páfakjör – atkvæði hafa skipst milli íhaldsamra og frjálslyndra – oftast hafa þeir íhaldsömu haft vinninginn enda er kirkjan í eðli sínu afar íhaldsöm stofnun – en þeir hafa ekki ævinlega haft styrk til að koma sínum harðasta leiðtoga alla leið í páfastól. Málin hafa yfirleitt verið leyst með öðru af tveimur ráðum – annaðhvort hefur verið valinn einhver tiltölulega meinlaus miðjumaður sem allir geta sætt sig við – gjarnan maður sem ekki hefur mikið látið að sér kveða í togstreitu kirkjuleiðtoga – og það nægir í þessu sambandi að minna á kjör Albinos Lucianis árið 1978 – hann var slíkur málamiðlunarkandídat – en lifði reyndar ekki lengi – þetta var sá frægi Jóhannes Páll páfi fyrsti sem sat bara 33 daga á páfastól en þá dó hann. Hitt ráðið hefur verið að velja einhvern gamlan kardínála sem enginn reiknar með að lifi mjög vel og muni þess vegna ekki vinnast tími til að gera neitt sérstakt sem valdið gæti úlfúð hjá annarri hvorri fylkingunni innan kirkjunnar, þeirri frjálslyndu eða þeirri íhaldsömu. Þetta gerðist árið 1958 þegar hinn 77 ára gamli Angelo Guiseppe Roncalli var kjörinn páfi – og hann lifði að vísu ekki nema fimm ár á páfastóli – en vannst þó tími til að koma öllu í uppnám með því að boða til hins svonefnda Annars Vatíkanþings þar sem mjög var leitast við að færa kirkju til nútímans – þess nútíma sem þá var – og harðlínumenn urðu stjörnuvitlausir og hafa eiginlega síðan eytt mestallri orku sinni í að bæla niður að nýju þær frjálslyndisöldur sem Annað Vatíkanþingið vakti – Angelo Guiseppe Roncalli var að sjálfsögðu Jóhannes páfi tuttugasti og þriðji. En hinar nýju reglur Jóhannesar Páls annars – um að eftir 30 atkvæðagreiðslur skyldi skilyrðið um tvo þriðju atkvæða lagt á hilluna og eftir það réði einfaldur meirihluti – þær virðast semsagt (eftir á að hyggja) hafa verið sérsniðnar fyrir íhaldsmenn. Þótt þeirra kandídat – og þeirra leiðtogi Joseph Ratzinger – hefði undir venjulegum kringumstæðum varla von til þess að fá tvo þriðju hluta atkvæða – Rottweiler-hundur Guðs, ég meina það! – þá hafði hann tryggan einfaldan meirihluta, eftir að hafa unnið sleitulaust að framboði sínu allar götur síðan í október 2003, þegar hann virðist hafa hrokkið upp við vondan draum, að enginn skyldi telja hann koma til greina á páfastól. Og núna, með þessum nýju reglum, þá gátu íhaldsmenn gengið að því vísu að bara með því að þreyja þorrann nógu lengi – bíða rólegir og greiða sínum manni ætíð atkvæði í 30 skipti eins og ekkert væri – þá færi svo á endanum að einfaldur meirihluti réði – og þá væri leið Ratzingers á páfastól greið. Enda virðist einmitt þetta hafa gerst: Ratzinger hafði unnið vel og tryggilega að því að tryggja sér stuðning hinna íhaldsömu kardínála – eflaust hefur hann gaukað vænlegum kandídötum til kardínálatignar að sínum gamla vini Jóhannesi Páli öðrum – og þegar til fyrstu atkvæðagreiðslu kom var ljóst að hann hafði langmestan stuðning. Meint framboð Tettamanzis varð að engu þegar hann fékk ekki nema tvö atkvæði. Martini, fyrrum erkibiskup í Mílanó, fékk slatta af atkvæðum en alls ekki nægilega mörg til að vera verulega hættulegur keppinautur fyrir Ratzinger. Enda bjuggust hvorki hann né aðrir við því að hann yrði páfi – hann þjáist af Parkisonsveiki, kann best við sig inni á bókasöfnum að grúska í fornum kristnum fræðum, og er lítt vænlegur páfi jafnvel í eigin augum – enda hafði Martini aðeins hugsað sér að halda sjó nógu lengi til að Ratzinger drægi sig í hlé og lýsti yfir stuðningi við annan og mildari málamiðlunarkandídat. En hvorki Martini né aðrir frjálslyndir kardínálar höfðu áttað sig á því af hverju Ratzinger hefur verið kallaður Rottweiler og hvert er helsta einkenni Rottweiler-hunda; þeir gefast aldrei upp. Það hvarflaði ekki að Ratzinger að draga sig í hlé – það var alveg ljóst – og sennilega hafa stuðningsmenn gert hinum frjálslyndu skiljanlegt að ef þeir síðarnefndu vildu ekki sætta sig við Ratzinger, þá myndu þeir bara þurfa að þreyja 30 atkvæðagreiðslur, þangað til einfaldur meirihluti dygði.. Martini dró sig því í hlé strax eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna og hinir frjálslyndu reyndu að fylka sér bak við Argentínumanninn Jorge Bergoglio – en Ratzinger hélt sínu striki og var kominn með 60 atkvæði – en þurfti 77 til að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða. Þessar tölur eru komnar úr bandaríska fréttatímaritinu TIME sem virðist hafa allra fjölmiðla bestar heimildir um atkvæðagreiðslurnar í kardínálasamundunni. Í þriðju atkvæðagreiðslunni jókst fylgi Ratzingers enn og þá gáfust þeir frjálsyndu upp einfaldlega upp – þeir höfðu gersamlega vanrækt allan undirbúning sinn – höfðu engan kandídat upp á að bjóða og Ratzinger sópaði saman 95 atkvæðum. Og náði markmiði sínu – var orðinn páfi kaþólsku kirkjunnar. Og langi nú einhvern að trúa því að Ratzinger segi satt þegar hann fabúlerar um að hann hafi svo sannarlega ekki langað til eða ætlað sér að verða páfi, þá verða þeir að sætta sig við að hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Ratzinger laug eins og hann er langur til. Því fyrir fáeinum árum – þá sagði Ratzinger kunningja sínum í trúnaði að hann byggist fastlega við að verða páfi þegar Jóhannes Páll hyrfi til Guðs. Og spænska sjónvarpið sýndi á dögunum póstkort sem Joseph Ratzinger sendi fyrir tveimur árum spænskum vini sínum. Undirskriftin var ekki Joseph Ratzinger – heldur Benedikt sextándi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun