Dallas 3 - Houston 2 3. maí 2005 00:01 Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig. NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig.
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn