Sport

Van Bommel við það að skrifa undir

Mark van Bommel hefur staðfest að hann sé við það að skrifa undir hjá einu af bestu félagi Evrópu. Barcelona eru taldir líklegastir en talið er að þeir hafi sigrað Real Madrid í kapphlaupinu um leikmanninn. Þrátt fyrir áhuga frá Englandi er talið að van Bommel muni skrifa undir hjá Barcelona á næstu dögum, en PSV er þegar búið að sætta sig við að þeir munu missa leikmanninn án þess að fá krónu fyrir hann þar sem samningur hans við PSV rennur út í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×