Sport

San Antonio 4 - Denver 1

San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×