Sport

Barca vill ekki tjá sig um Pires

Barcelona hefur neitað að tjá sig um Robert Pires og þær sögusagnir að Frakkinn sé á leiðinni til félagsins. Pires á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur verið tjáð að hann muni aðeins fá árs framlengingu þegar sá samningur rennur út. Vitað er af áhuga Valencia á hinum 31-árs gamla Pires en Barcelona eru þó taldir hafa mikinn áhuga líka og voru ummæli Txiki Beguiristain, yfirmanns íþróttamála hjá Barca, ekki til að minnka þær sögusagnir. ,,Við munum ekki tjá okkur um þetta nafn eða nokkurt annað," sagði Beguiristain. ,,Við höfum bara áhuga á að vinna deildina í augnablikinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×