Selma farin til Kænugarðs 11. maí 2005 00:01 Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna. Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna.
Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira