Þetta er bara byrjunin 12. maí 2005 00:01 Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen. Íslenski handboltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Sjá meira
Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn