Miami 3 - Washington 0 13. október 2005 19:12 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig. NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig.
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira