Phoenix 4 - Dallas 2 21. maí 2005 00:01 Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák). NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira
Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák).
NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira