Innlent

Vantar heimild fyrir 80 nemendur

Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti. Í ræðu sinni sagði Ólína að skólinn hafi ekki fengið rekstrarfé til að þjóna öllum nemendum sínum undanfarin ár og að í vetur vanti heimild fyrir 80 nemendur í fjárlagaforsendur. Því gæti farið svo að fækka þyrfti nemendum. Það hafi vissulega kostað aðhald og erfiðar stjórnsýsluákvarðanir að fylgja fjárlögum, en að það hafi tekist, og þess vegna sé rekstur skólans í jafnvægi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×