Phoenix 1 - San Antonio 4 2. júní 2005 00:01 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák). NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira
San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák).
NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira