San Antonio 1 - Detroit 0 10. júní 2005 00:01 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig. NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig.
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira