Rúrí og Páll útnefnd í ár 17. júní 2005 00:01 Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira