San Antonio 3 - Detroit 3 22. júní 2005 00:01 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Sjá meira
Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins