San Antonio NBA meistarar 24. júní 2005 00:01 Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák). NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Sjá meira
Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák).
NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Sjá meira