Stórleikur KR og Vals í bikarnum 7. júlí 2005 00:01 Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV. Íslenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Sjá meira
Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV.
Íslenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Sjá meira