Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr.
Heimaliðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum en Víkingar hafa aftur á móti unnið tvo í röð. Málið er að Noah var á útivelli í báðum leikjum en Víkingar á heimavelli.
Armenska liðið er ekki sama lið á heimavelli og það er á útivelli eins og sást kannski í 8-0 skellinum á móti Chelsea á Stamford Bridge í síðasta leik.
Noah hefur unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni þar af 2-0 sigur á tékkneska félaginu Mladá Boleslav í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.
Noah hefur aftur á mótið tapað sex af átta útileikjum sínum og aðeins unnið einn leik sem var á móti Shkëndija frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð forkeppninnar í ár.
Á heimavelli hefur liðið unnið alla leiki sína og haldið marki sínu hreinu í fimm þeirra. Markatalan 18-1 er Noah í vil.
Víkingar skrifuðu nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta með því að verða fyrsta liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni og voru einnig fyrsta liðið til að vinan tvo leiki í röð.
Víkingar geta aftur skrifað söguna með því að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna útileik í sögu Sambandsdeildarinnar.
Breiðablik og Víkingur hafa spilað fjóra útileiki til þessa og tapað þeim öllum með markatölunni 2-16.
Víkingur er með sex stig eftir þrjá leiki og situr nú í fjórtándi sæti deildarkeppninnar. Liðið á síðan heimaleik gegn Djurgarden þann 12. desember og svo lýkur deildinni með útileik gegn Lask 19. desember.
- Heimaleikir FC Noah í Evrópukeppnum
- 2021-22
- 1-0 sigur á KuPS frá Finnlandi
- 2024-25
- 2-0 sigur á Shkëndija frá Norður-Makedóníu
- 7-0 sigur á Sliema Wanderers frá Möltu
- 3-1 sigur á AEK Aþenu frá Grikklandi
- 3-0 sigur á Ružomberok frá Slóvakíu
- 2-0 sigur á Mladá Boleslav frá Tékklandi
- Samtals:
- 6 sigrar í 6 leikjum
- +17 í markatölu (18-1)