Sport

Upson vill fara til Liverpool

Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá Birmingham hefur viðurkennt að hann renni hýru auga til Liverpool og telur að þar sé lykillinn að því að næla sér í landsliðssæti fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Rafael Benitez er sagður vera að undirbúa fimm milljón punda tilboð í varnarmanninn, en hann er að leita að eftirmanni Sami Hyypia í vörninni og hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á Upson, sem áður lék með Arsenal. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham er ekki hrifinn af þessum fyrirætlunum þess spænska. "Við viljum halda í okkar bestu leikmenn og byggja í kring um þá. Upson veit að hann er einn af þeim og því vona ég að hann vilji ekki fara frá okkur, enda á hann þrjú ár eftir af samningi sínum við Birmingham," sagði Bruce.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×