Sport

Þorvaldur hættur með KA-menn

Þorvaldur Örlygsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk KA síðustu fimm ár, er hættur störfum hjá félaginu. Vegna veikinda dóttur hans treysti hann sér ekki til þess að starfa lengur. Þorvaldur sagðist vilja gefa nýjum þjálfara tíma til þess að koma sínum áherslum á framfæri og þess vegna ákvað hann að hætta á þessum tímapunkti.  „Fyrr í sumar var ljóst að vegna veikinda dóttur minnar gæti ég ekki lokið því verkefni sem ég hafði tekið að mér. Því var sameiginleg niðurstaða mín og stjórnar Knattspyrnudeildar KA að þetta væri góður tímapunktur fyrir nýjan þjálfara að koma til starfa," sagði Þorvaldur. Þorvaldur stýrir KA gegn Völsungi á Húsavíkurvelli á fimmtudagskvöldið í síðasta skiptið en við starfi hans hjá KA tekur Guðmundur Valur Sigurðsson en hann tók við Grindavíkurliðinu á svipuðum tíma í fyrra og bjargaði liðinu þá frá falli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×