Sport

Saviola vill svör

Javier Saviola, argentínski sóknarmaðurinn sem er til mála hjá Barcelona sem vill ekkert með hann hafa, vill fá skorið úr um hvort framtíð hans liggi hjá félaginu. Saviola snéri aftur til Barcelona í gær eftir að hafa eytt síðasta ári sem lánsmaður hjá Monaco. "Ég er leikmaður Barcelona og á tvö ár eftir af samningi mínum," sagði Saviola í gær, en Frank Rijkaard, stjóri liðsins, hefur látið hafa eftir sér að Saviola sé ekki hluti af framtíðaráætlunum sínum. "Þetta er mjög erfið staða. Ef ég á að vera áfram þarf ég að vera fullviss um að ég eigi sama tækifæri og aðrir um að komast í liðið. Ef ekki, þá verð ég að leita á önnur mið," segir Saviola.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×