Sport

Houllier vill fá Owen

Franska knattspyrnustórveldið Lyon lýsti því yfir í dag að félagið hafi mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Michael Owen frá Real Madrid. Owen viðurkenndi í fjölmiðlum fyrr í dag að hann hafi átt í viðræðum við þrjú eða fjögur úrvalsdeildarlið á Englandi undanfarna daga. Hann er fallinn neðar í goggunarröðinni hjá Real Madrid með tilkomu sóknarmannanna Robinho og Julio Vitað er um áhuga Newcastle og Man Utd á Owen en í dag sagði stjórnarformaður Lyon að hann vildi glaður fá enska landsliðsmanninn í sínar raðir. "Spurningin er bara hvort Lyon hefur efni á slíkum leikmanni og ég held að félagið hafi það." sagði Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður Lyon. Gerard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool er núverandi stjóri Lyon og þekkir því vel til Owen og hefur ekki farið leynt með að hann vilji fá hann aftur til sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×