Erlent

Hollenska hænsnfugla undir þak

Óttast er að hollensk hænsni smitist af fuglaflensu komist þeir í snertingu við farfugla frá Rússlandi þar sem vart hefur orðið við vírusinn, að því er skýrt er frá á fréttavef BBC. Sérfræðingar Evrópusambandsins í dýralækningum hittast í vikunni til að ræða úrræði Hollendinga. Þjóðverjar hafa lýst því yfir að þeir hyggi á viðlíka viðbrögð. Frá og með gærdeginum eru því fimm milljónir hænsna, sem áður fengu að valsa um úti, komnir undir þak ásamt þeim áttatíu milljónum fugla sem áður voru geymdir í búri. Hollendingar eru einn stærsti útflytjandi kjöts í heiminum. Fyrir tveimur árum þurftir að slátra um fjórðungi allra hænsna í landinu eftir að fuglaflensa kom upp í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×